Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. desember 2020 15:17
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Burnley og Everton: Gylfi fékk 5
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af bekknum er Everton gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í hópi Burnley vegna meiðsla.

Ben Godfrey, varnarmaður Everton, var valinn maður leiksins og fékk hann 8 í einkunn eins og liðsfélagar sínir Michael Keane og Yerry Mina í varnarlínunni.

Flestir leikmenn fengu 7 í einkunn og voru aðeins tveir leikmenn sem fengu 5, varamennirnir Ashley Barnes og Gylfi Þór.

Gylfi fékk tækifæri til að gera sigurmark Everton í uppbótartíma en Nick Pope varði skot hans með fætinum. Gylfi er gagnrýndur fyrir að taka ekki betra skot úr fínu færi.

Burnley: Pope (7), Lowton (6), Tarkowski (7), Mee (7), Taylor (6), Jay Rodriguez (6), Westwood (7), Brownhill (7), Brady (7), McNeil (7), Wood (6).
Varamaður: Barnes (5)

Everton: Pickford (7), Godfrey (8), Keane (8), Mina (8), Delph (6), Doucoure (6), Allan (6), Iwobi (7), James Rodriguez (7), Calvert-Lewin (7), Richarlison (7).
Varamenn: Gomes (6), Sigurðsson (5),
Athugasemdir
banner
banner