Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fim 05. desember 2024 18:18
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti kallar eftir þolinmæði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid kallar eftir þolinmæði þar sem franska stórstjarnan Kylian Mbappé hefur legið undir mikilli gagnrýni eftir félagaskiptin frá PSG.

Hinn 25 ára gamli Mbappé er búinn að skora 10 mörk og gefa 2 stoðsendingar í 20 leikjum með Real Madrid, sem þykir ekki nóg. Hann er búinn að klúðra síðustu tveimur vítaspyrnum sem hann hefur tekið, á mikilvægum andartökum í tapleikjum gegn Liverpool og Athletic Bilbao.

„Kylian er ekki að spila uppá sitt besta en við þurfum að gefa honum smá tíma til aðlögunar. Hann er búinn að skora 10 mörk. Hann getur gert betur en hann er að leggja mikla vinnu á sig og við þurfum að sýna smá þolinmæði," sagði Ancelotti eftir 2-1 tap gegn Athletic Bilbao í gærkvöldi.

„Hann er áfram vítaskyttan okkar. Mbappé, Vinicius og Jude (Bellingham) eru áfram vítaskytturnar okkar. Þeir ráða því á milli sín hver spyrnir hverju sinni."

Real Madrid er í öðru sæti spænsku deildarinnar, með 33 stig eftir 15 umferðir - fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona en með einn leik til góða.

Liðinu hefur ekki verið að ganga vel í Meistaradeild Evrópu þar sem meistararnir ríkjandi eru aðeins komnir með 6 stig eftir 5 umferðir. Þeir þurfa helst að sigra síðustu þrjá leiki sína í deildarkeppninni sem eru gegn Atalanta, Salzburg og Brest.

Real Madrid á næst leik á útivelli gegn Girona á laugardagskvöldið.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 21 15 4 2 50 20 +30 49
2 Atletico Madrid 21 13 6 2 35 14 +21 45
3 Athletic 20 11 6 3 31 18 +13 39
4 Barcelona 20 12 3 5 52 23 +29 39
5 Villarreal 21 9 7 5 39 32 +7 34
6 Mallorca 21 9 3 9 19 26 -7 30
7 Betis 21 7 7 7 23 26 -3 28
8 Real Sociedad 20 8 4 8 17 14 +3 28
9 Girona 20 8 4 8 28 27 +1 28
10 Osasuna 21 6 9 6 25 30 -5 27
11 Sevilla 21 7 6 8 24 30 -6 27
12 Vallecano 20 6 8 6 23 23 0 26
13 Celta 20 7 3 10 29 32 -3 24
14 Las Palmas 21 6 5 10 26 34 -8 23
15 Leganes 20 5 7 8 19 29 -10 22
16 Getafe 20 4 8 8 14 17 -3 20
17 Alaves 20 5 5 10 24 32 -8 20
18 Espanyol 21 5 5 11 20 33 -13 20
19 Valencia 20 3 7 10 19 29 -10 16
20 Valladolid 21 4 3 14 14 42 -28 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner