Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. febrúar 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Róbert Orri: Yrði flott skref fyrir mig þegar að því kemur
Ég hef verið mjög þolinmóður með þetta og stekk ekki á hvað sem er.
Ég hef verið mjög þolinmóður með þetta og stekk ekki á hvað sem er.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður verður að velja vel og finna hvað hentar mér best en markmiðið er að vera farinn út á þessu ári."

Í byrjun desember var greint frá því hér á Fótbolti.net að félög í efstu deildunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefðu áhuga á Róberti Orra Þorkelssyni.

Róbert er gífurlega efnilegur varnarmaður sem gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu fyrir síðasta tímabil. Hann lék þrjá af síðustu fjórum leikjum U21 landsliðsins þegar það tryggði sér sæti í lokakeppni EM.

Róbert Orri var í gær spurður út í áhuga félaga á Norðurlöndunum. Hefur orðið einhver þróun á þessum málum?

„Í rauninni ekki, ég hef verið mjög þolinmóður með þetta og stekk ekki á hvað sem er. Maður verður að velja vel og finna hvað hentar mér best en markmiðið er að vera farinn út á þessu ári," sagði Róbert Orri.

Hefuru fengið boð um að æfa með liðum úti?

„Já, það hefur alveg komið upp. En eins og staðan er í dag þá taldi ég, og aðrir sem hjálpa mér með svona mál, að ég þurfi ekki á því að halda."

Er það eitthvað sem heillar sem næsta skref, að fara í efstu deildir á Norðurlöndunum?

„Efstu deildirnar á Norðurlöndunum heilla, algjörlega. Það yrði flott skref fyrir mig þegar að því kemur," sagði Róbert Orri.
Athugasemdir
banner
banner