Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 06. júní 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá þjálfara í 2. deildinni: 11. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dragan Kristinn Stojanovic.
Dragan Kristinn Stojanovic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Ragnar Benediktsson.
Jóhann Ragnar Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Völsungs og Fjarðabyggð á Eskjuvelli í fyrra.
Úr leik Völsungs og Fjarðabyggð á Eskjuvelli í fyrra.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Fjarðabyggð 39 stig
12. KF 13 stig

Lokastaða í fyrra: Fjarðabyggð endaði í 9. sæti 2. deildar í fyrra eftir að hafa verið spáð 10. sætinu. 18 af 25 stigum liðsins náðust í heimaleikjum liðsins, einungis einn útileikur vannst síðasta sumar. Fjarðabyggð var ekki í neinni alvöru fallbaráttu og endaði sex stigum fyrir ofan fallsæti.

Þjálfarinn: Dragan Kristinn Stjojanovic er reynslumikill þjálfari. Hann er að fara inn í sitt fjórða tímabil með Fjarðabyggð en áður hafði hann þjálfað meistaraflokka hjá KF, Völsungi og Þór/KA ásamt því að stýra liði Þórsara síðustu átta leikina tímabilið 2005.

Álit sérfræðings
Úlfur Blandon og Rafn Markús Vilbergsson eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Rafn gefur álit sitt á Fjarðabyggð.

„Fjarðabyggð hefur gert vel í því að halda markmanninum Milos Peric. Peric hefur verið einn traustasti leikmaður Fjarðabyggðar ásamt Jóhanni Benediktssyni, herra Austurlands. Hryggjastykkið í liðinu verður sterk, með Peric í markinu, Faouzi og líklega Joel Cunningham í hafsetinum, Tote Fernandez á miðjunni og eldsnöggan framherja í Rubén Lozano Ibancos á toppnum. Auk þess er Jóhann Benediktsson mjög mikilvægur leiðtogi í liðnu og síðan mun djúpur miðjumapur og kantmaður bætast við á næstu vikum. Ef allir þessir leikmenn standast væntingar og haldast heilir þá mun Fjarðabyggð enda ofar en spáin segir til um."

„Annað árið í röð eru þeir að missa markahæsta leikmanninn sinn en Gonzalo Bernaldo González sem skoraði 13 mörk á síðasta tímabili verður ekki með liðinu í sumar. Mikilvægt að þeir finna sér 10+ marka leikmann. Helst hraðan leikmann sem passar í leikstíl Dragan Stojanovic sem vill oftar en ekki spila þéttan varnarleik og sækja svo hratt á fáum mönnum. Það hefur vantað stöðuleika í liðið á síðustu árum, unnu t.d. þrjá af fyrstu fimm leikjunum í fyrra en svo ekki nema aðra þrjá í þá 17 leiki sem fylgdu eftir. Þrátt fyrir að nokkrir erlendir leikmenn séu á leiðinni vantar upp á breiddina og má leikmannahópurinn við litlum skakkaföllum."


Lykilmenn: Milos Peric, Jóhann Ragnar Benediktsson, Rubén Lozano Ibancos


Gaman að fylgjast með:
 Rubén Lozano Ibancos snöggur framherji frá Spáni sem ætlað er að taka við keflinu af Gonzalo Bernaldo González.

Dragan Stojanovic, þjálfari Fjarðabyggðar:
„Spáin kemur mér ekkert endilega á óvart. Ég held að okkur sé spáð í 11. sæti kannski vegna þess að það hafa verið hjá okkur á hverju ári miklar breytingar á liðinu. Hjá okkur eru farnir 6-7 leikmenn og það er alltaf erfitt að fylla í skarð leikmanna sem fara. Við sjáum bara til hvernig fer."

„Deildin í heild sinni í ár verður miklu sterkari en undanfarin ár og mér líst mjög vel á næsta sumar, held að það verði mjög spennandi keppni. Og það er alltaf gaman að keppa í sterkum deildum. Okkar markmið eru að halda okkur í deildinni og jafnvel að vera í efri hlutanum."


Koma til með að vera frekari breytingar á hópnum?

„Það er að koma mynd á leikmannahópinn, við erum með mjög unga og efnilega heimamenn. Þeir fá klárlega tækifæri til að spila en við þurfum að bæta við okkur reynslumeiri leikmönnum og eru nokkrir á leiðinni til okkar. Það er mjög erfitt að fá leikmenn frá höfuðborgarsvæðinu út á land og þess vegna þurfum við að leita út fyrir landsteinana og við höfum það svipað í ár og undanfarin ár. Blöndum okkar ungu og efnilegu strákum við erlenda leikmenn."

Komnir:
Faouzi frá Frakklandi
Rubén Lozano Ibancos frá Spáni
Tote Fernandez frá Spáni

Farnir:
Nikola Kristinn Stojanovic í Þór
Pepelu í Víði
Gonzalo til Spánar
Ruben til Spánar
Milos Vasiljevic í Völsung
Dusan Zilovic til Serbíu

Fyrstu þrír leikir Fjarðabyggðar:
20. júní Haukar - Fjarðabyggð (Ásvellir)
27. júní Fjarðabyggð - ÍR (Eskjuvöllur)
4. júlí Fjarðabyggð - Víðir (Eskjuvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner