Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   þri 06. júní 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Framtíðarstjarna Frakklands ekki í hópnum fyrir HM
watermark Marie-Antoinette Katoto.
Marie-Antoinette Katoto.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franska landsliðið þarf að spila án framherjans Marie-Antoinette Katoto á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.

Katoto meiddist fyrir leik gegn Íslandi á Evrópumótinu í fyrra. Hún meiddist alvarlega og hefur ekki spilað fótboltaleik síðan þá.

Katoto er einn öflugasti sóknarmaður í heimi en hún var ekki á stórum lista leikmanna sem koma til greina í franska landsliðshópinn fyrir HM í sumar. Stóri listinn var opinberaður í dag.

Katoto, sem er 24 ára leikmaður Paris Saint-Germain, hefur gert 26 mörk í 32 landsleikjum. Þá er hún markahæsti leikmaður í sögu PSG þrátt fyrir ungan aldur.

Hér fyrir neðan má sjá stóra hópinn hjá Frakklandi en það hefur verið ákveðinn öldugangur í kringum liðið fyrir mótið. Þeim öldugangi lægði eftir að Corinne Diacre var rekinn sem þjálfari liðsins og Herve Renard ráðinn í hennar stað. Frakkar eru eitt líklegasta liðið til afreka á mótinu í sumar.

Sjá einnig:
„Hún verður stórstjarna franska liðsins næstu árin"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner