Franska landsliðið þarf að spila án framherjans Marie-Antoinette Katoto á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.
Katoto meiddist fyrir leik gegn Íslandi á Evrópumótinu í fyrra. Hún meiddist alvarlega og hefur ekki spilað fótboltaleik síðan þá.
Katoto er einn öflugasti sóknarmaður í heimi en hún var ekki á stórum lista leikmanna sem koma til greina í franska landsliðshópinn fyrir HM í sumar. Stóri listinn var opinberaður í dag.
Katoto, sem er 24 ára leikmaður Paris Saint-Germain, hefur gert 26 mörk í 32 landsleikjum. Þá er hún markahæsti leikmaður í sögu PSG þrátt fyrir ungan aldur.
Hér fyrir neðan má sjá stóra hópinn hjá Frakklandi en það hefur verið ákveðinn öldugangur í kringum liðið fyrir mótið. Þeim öldugangi lægði eftir að Corinne Diacre var rekinn sem þjálfari liðsins og Herve Renard ráðinn í hennar stað. Frakkar eru eitt líklegasta liðið til afreka á mótinu í sumar.
Sjá einnig:
„Hún verður stórstjarna franska liðsins næstu árin"
Hervé Renard has named a provisional 26-player squad for the World Cup.
— Rich Laverty (@RichJLaverty) June 6, 2023
3 players will be cut at the end of the month. pic.twitter.com/cvzObUBE9z
Athugasemdir