Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. júlí 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rangnick heldur til Rússlands
Mynd: Getty Images
Fótboltahugsuðurinn Ralf Rangnick er mættur til Rússlands þar sem hann er tekinn við sem yfirmaður íþróttamála hjá Lokomotiv Moskvu þar í landi.

Rangnick skrifaði undir þriggja ára samning í rússnesku höfuðborginni.

Rangnick hefur starfað á íþrótta- og þróunarsviði Red Bull undanfarin ár, en orkudrykkjaframleiðandinn er með mörg íþróttafélög.

Rangnick er 61 árs gamall en hann hefur haft gríðarleg áhrif á fótboltann í Þýskalandi og í heiminum öllum. Hann hefur verið kallaður guðfaðir 'Gegenpressing' en það er þegar lið fer strax í pressu eftir að hafa misst boltann, í stað þess að falla til baka.

Ferill Rangnick hefur á pappír ekki verið sérstaklega eftirtektarverður en hann er sagður hafa veitt þjálfurum á borð við Jurgen Klopp, Thomas Tuchel og Julian Nagelsmann mikinn innblástur.
Athugasemdir
banner
banner