Guðmundur Þórarinsson, einnig þekktur sem Gummi Tóta, lék allan leikinn í liði FC Noah sem lagði sterkt lið AEK frá Aþenu að velli í forkeppni Sambandsdeildarinnar í dag.
Armenska liðið Noah vann leikinn 3-1 og var það markvörður liðsins sem skoraði eitt markanna.
Ognjen Cancarevic spyrnti boltanum frá eigin markteig og reyndist spyrnan hans alltof löng fyrir framherja Noah, sem náði ekki til boltans.
Boltinn skoppaði þess í stað yfir Thomas Strakosha, markvörð AEK, og í netið. Strakosha er albanskur landsliðsmarkvörður með leiki að baki fyrir Salernitana, Lazio og Brentford á ferlinum.
?? Goal: Ognjen ?an?arevi? | FC Noah 2-1 AEK Athens
— PushGoals (@PushGoals) August 6, 2024
Noah goalkeeper Ognjen ?an?arevi? took a shot from one goal to the other and it was a goal. Incrediblepic.twitter.com/10UJoc8EbS
Athugasemdir