Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 06. nóvember 2024 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr: Þú getur ekki samþykkt þetta
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Kortrijk eru sem stendur í 14. sæti belgísku úrvalsdeildarinnar af 16 liðum.

Kortrijk tapaði stórt gegn Anderlecht í síðustu umferð, 4-0, en Freyr var harður við leikmenn sína þegar hann talaði við fjölmiðla eftir leikinn.

„Þetta voru sanngjörn úrslit. Anderlecht var betra liðið á vellinum," sagði Freyr eftir leikinn.

„Við komum ekki með nægilega mikið. Við hrösuðum þegar við vorum með boltann. Þeir voru góðir og skyndisóknirnar okkar voru slakar. Það skorti gæði."

„Þú getur enn komist inn í leikinn þegar staðan er 1-0 en við gerðum það ekki. Þú getur tapað, en ekki svona. Ég er þreyttur á þessu. Þegar við töpum 3-0 eða 4-0, þá er það óásættanlegt."

Freyr bætti svo við: „Þú verður að gefa allt. Þú getur ekki samþykkt þetta, ég samþykki þetta ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner