Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. desember 2021 14:33
Elvar Geir Magnússon
Milos að taka við Rosenborg - Á eftir að klára formsatriði
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt Nettavisen í Noregi er Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, að ganga frá samkomulagi um að taka við norska stórliðinu Rosenborg í Þrándheimi.

Rosenborg er sigursælasta félag Noregs en Milos var fyrst orðaður við félagið í síðasta mánuði. Kjetil Knutsen þjálfari Bodö/Glimt er sagður hafa verið efstur á blaði til að taka við af Åge Hareide en hafi gefið félaginu afsvar.

Milos er nú þjálfari Hammarby í Svíþjóð en liðið hafnaði í fimmta sæti á liðnu tímabili. Hann tók við á þessu ári eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Rauðu Stjörnunni í Serbíu frá 2019.

Milos var þjálfari hjá Víkingi og Breiðabliki hér á landi frá 2013-2017.

Rosenborg þarf nú að ná samkomulagi við Hammarby til að fá Milos lausan en Nettavisen segir að félagið sé þegar komið í viðræður við Stokkhólmsfélagið.

Rosenborg er í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar en ein umferð er eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner