KSÍ mun í fyrsta skipti í sögu sinni bjóða upp á UEFA Fitness A þjálfaranámskeið eftir áramót.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir fitness þjálfara sem eru í starfi hjá félagi og hafa áhuga á að starfa á hæsta getustigi í íslenskum fótbolta.
Fyrsti hluti námskeiðsins fer fram í lok janúar og lýkur námskeiðinu í nóvember á næsta ári. Námið er alls 180 kennslustundir og er námskeiðsgjaldið 300 þúsund krónur.
Inntökuskilyrðin í námskeiðið eru BA gráða í íþróttafræðum og KSÍ/UEFA B þjálfararéttindi. Umsækjandi án BA gráðu getur fengið að taka hæfnispróf í staðinn.
Umsækjendur með 7 ára reynslu sem fitness þjálfarar hjá félagi í efstu eða næstefstu deild karla eða kvenna þurfa ekki að vera með þjálfararéttindi til að taka þátt í námskeiðinu.
Umsóknarfrestur er til 18. desember 2024.
Frekari upplýsingar
Athugasemdir