Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 07. janúar 2022 15:56
Elvar Geir Magnússon
Tuchel: Treysti því að Rudiger og Chelsea nái saman
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea.
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að hann treysti því að félagið muni ná samkomulagi við Antonio Rudiger um nýjan samning.

Rudiger er 28 ára en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Mörg stórlið í Evrópu vilja fá þennan frábæra miðvörð.

„Þetta er í góðum höndum því ég treysti félaginu 100% og er með traust á minn leikmann, þetta er engin vandræðastaða fyrir mig," segir Tuchel.

„Hann er náungi sem þarf að finna fyrir trausti og hann finnur traust með spiltíma. Hann þarf ekki mörg orð, að láta klappa sér eða ræða málin yfir kaffibolla. Hann er topp atvinnumaður og hann hefur sýnt það."

Tuchel sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag, þar var hann meðal annars spurður út í leikmannamarkaðinn og sagði að félagið væri að skoða möguleika á því að styrkja sig núna í janúar.

Chelsea mætir Chesterfield á morgun í FA-bikarnum. Thiago Silva og N’Golo Kante missa af leiknum vegna Covid en þeir Cesar Azpilicueta og Kai Havertz eru leikfærir.
Athugasemdir
banner
banner
banner