Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 14:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Asmir Begovic snýr aftur í Úlfarsárdal
Asmir Begovic snýr aftur til Íslands í sumar.
Asmir Begovic snýr aftur til Íslands í sumar.
Mynd: Toggipop
Af námskeiðinu síðasta sumar.
Af námskeiðinu síðasta sumar.
Mynd: Toggipop
Gareth Owen.
Gareth Owen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er hæstánægt með að bjóða Asmir Bergovic, David Smalley og Jack Hadley- þjálfara Asmir Begovic markmannsakademíunnar - velkomna aftur á Lambahagavöll í Úlfarsárdal frá 31. maí til 1. júní í sumar.

Þetta er annað árið í röð sem Fram og Asmir Begovic markmannsakademían stendur fyrir markmannsnámskeiði drengja og stúlkna í Úlfarsárdal, en námskeiðið í fyrra sló í gegn þar sem fjöldi efnilegra markvarða hvaðanæva af landinu og erlendis æfðu undir handleiðslu frábærra þjálfara.

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið.

Verð á námskeiðinu er 29.500 kr og innifalið er heit máltíð í hádeginu og veitingar.

Gareth Owen (aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari Fram) er ánægður með að bjóða Asmir velkominn aftur til Íslands og halda áfram þessu frábæra samstarfi. Þetta samstarf styrkir ekki aðeins markmannsþróun um allt land heldur skapar einnig fleiri tækifæri fyrir unga leikmenn til að vaxa og skara fram úr. Að hafa aðgang að úrvalsdeildarmarkverði og UEFA-hæfum þjálfurum er ótrúlegt tækifæri fyrir upprennandi markverði til að læra af þeim allra bestu, öðlast innsýn og reynslu sem getur bætt leik þeirra verulega. Með því að vinna við hlið helstu markvarðaþjálfara Íslands mun þetta framtak auka enn frekar staðalinn í markvörslu á Íslandi.

Þjálfarar í ár verða Asmir Begovic, David Smalley og Jack Hadley ásamt íslenskum þjálfurum.

Asmir Begovic er nú á mála hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur áður leikið með liðum eins og Chelsea, AC Milan, Stoke City og Portsmouth svo eitthvað sé nefnt.

David Smalley er núverandi markmannsþjálfari hjá Aldershot Town. Hann er með UEFA A markmannsþjálfararéttindi og lék áður í atvinnumennsku fyrir Reading og Yeovil Town. Smalley hefur gegnt svipuðum störfum hjá Hampton og Richmond Borough, auk þess að þjálfa með kvennaliði Chelsea og akademíu. Hann er yfirmarkmannsþjálfari hjá markmannsakademíu Asmir Begovic.

Jack Hadley er markmannsþjálfari QPR akademíunnar á Englandi. Hann gegndi áður svipaðri stöðu hjá Charlton og var unglingaþjálfari hjá Chelsea í mörg ár.

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá [email protected] .

Skráning á námskeiðið fer fram á Abler.
Athugasemdir
banner