Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   þri 16. desember 2025 06:40
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Man Utd og Bournemouth: Heaven og Shaw fjarkaðir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester United og Bournemouth áttust við í gærkvöldi og úr varð skemmtilegasti leikur enska úrvalsdeildartímabilsins hingað til.

Heimamenn í Manchester komust tvisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik en gestirnir frá Bournemouth snéru stöðunni við í upphafi síðari hálfleiks og tóku forystuna.

Staðan var þá orðin 2-3 fyrir gestina en Rauðu djöflarnir voru ekki á því að gefast upp. Þeir náðu að snúa leiknum aftur sér í vil með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla, en skömmu síðar leit enn eitt jöfnunarmarkið dagsins ljós svo lokatölur urðu 4-4.

GiveMeSport gaf leikmönnum einkunnir eftir leik og gaf fjórum leikmönnum úr hvoru liði 7 af 10. Bruno Fernandes, Senne Lammens, Antoine Semenyo og Marcus Tavernier eru þar á meðal.

Enginn fékk hærri einkunn heldur en þeir á meðan verstu leikmenn vallarins voru Ayden Heaven, Luke Shaw og Djordje Petrovic með 4 í einkunn.

Man Utd: Lammens (7), Yoro (5), Heaven (4), Shaw (4), Dalot (6), Casemiro (6), Fernandes (7), Diallo (5), Mbeumo (6,5), Cunha (7), Mount (7)
Varamenn: Mainoo (6), Sesko (5), Martinez (5)

Bournemouth: Petrovic (4), Smith (7), Diakite (4), Senesi (5), Truffert (5), Tavernier (7), Scott (7), Jimenez (6), Kluivert (6,5), Semenyo (7), Evanilson (6)
Varamenn: Kroupi (6), Brooks (5)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner