Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 07. apríl 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Fimmtán greinst smitaðar hjá Lyon
Kvenaboltinn
Fimmtán leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna hjá Evrópumeisturum Lyon.

Sara Björk Gunnarsdóttir er á meðal leikmanna liðsins en ekki hefur verið greint frá því hvort hún sé ein af þeim smituðu.

Ekkert kvennalið í heiminum hefur lent í eins mörgum smitum og Lyon er að glíma við núna.

Í síðustu viku var leik liðsins gegn PSG í Meistaradeildinni frestað vegna smita.

Fyrstu smitin greindust í lok mars en nú er ljóst að fimmtán leikmenn eru smitaðir og óvíst er hvenær næsti leikur fer fram.
Athugasemdir
banner