Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 07. júlí 2019 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átta stelpur spiluðu í leik hjá 3. flokki karla
María Lovísa Jónasdóttir í leiknum.
María Lovísa Jónasdóttir í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta/Kría og Völsungur áttust við í 3. flokki karla í dag. Leikurinn fór fram í C2-deild 3. flokks karla.

Grótta vann öruggan 7-0 sigur, en það voru stelpur í báðum byrjunarliðum.

Tvær stelpur voru í byrjunarliði Gróttu og fjórar hjá Völsungi. Þar að auki komu tvær stelpur inn af bekknum hjá Völsungi.

Sex af stelpunum átta eiga leiki í 2. deild kvenna í sumar. Lovísa Davíðsdóttir Scheving og María Lovísa Jónasdóttir hjá Gróttu og Brynja Ósk Baldvinsdóttir, Lára Hlín Svavarsdóttir, Hildur Anna Brynjarsdóttir og Marta Sóley Sigmarsdóttir hjá Völsungi. Einnig komu Jóna Björg Jónsdóttir og Fríða Katrín Árnadóttir við sögu í leiknum.

„Byrjunarliðin hjá Gróttu og Völsungi í 3. fl kk í booongóblíðu á Vivaldivellinum í dag. Eins og sjá má hófu sex stelpur leik og tvær í viðbót komu inn af bekknum hjá gestunum þingeysku," skrifar ljósmyndarinn Eyjólfur Garðarsson, en hann var á leiknum og tók myndir.



Athugasemdir
banner