Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 17:09
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari FH fékk tveggja leikja bann
Guðni Eiríksson.
Guðni Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann eftir rautt spjald sem hann fékk í gær. Guðni fær aukaleik vegna ofsalegrar framkomu.

Þróttur R. lagði FH 2-1 í hörkuleik í Pepsi Max-deild kvenna.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Guðni að líta rauða spjaldið eftir kröftug mótmæli. Guðni var afar ósáttur við að fá ekki vítaspyrnu.

Birta Georgsdóttir slapp þá í gegn og Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttar, kom á móti henni.

Birta reyndi að fara framhjá Friðriku og féll eftir baráttu þeirra. FH vildi víti en Friðrika í markinu virtist hins vegar vera á undan í boltann eins og sjá má hér að neðan.

Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, mat atvikið þannig að Friðrika hafi náð boltanum og dæmdi ekkert.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner