Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 07. september 2019 17:27
Kristófer Jónsson
Sjáðu markið: Birkir Bjarna kemur Íslandi í 2-0
Icelandair
Birkir Bjarnason skoraði annað mark Íslands. Hér er hann  í baráttunni.
Birkir Bjarnason skoraði annað mark Íslands. Hér er hann í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessa stundina stendur yfir leikur Íslands og Moldóvu á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins 2020. Íslendingar leiddu 1-0 í hálfleik og bætti Birkir Bjarnason við öðru marki Íslands á 55.mínútu leiksins.

„MAAAAAAAAARK! Hinn atvinnulausi Birkir Bjarnason tvöfaldar forskot íslenska liðsins! Frábær hornspyrna frá Ara Frey beint á kollinn á Ragga Sig sem að skallar að marki, Kosolev ver út í teig, þar er Birkir mættur og setur boltann í autt markið af stuttu færi! Þú þarft ekkert að vera í félagsliði til þess að skora fyrir íslenska landsliðið!" skrifaði Arnar Helgi Magnússon, textalýsir Fótbolta.net, um markið.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Markið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner