Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 07. nóvember 2022 07:50
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Dregið í Meistaradeildina og umspil Evrópudeildarinnar
Mynd: Getty Images
Dregið verður í umspil Evrópudeildarinnar í dag en drátturinn fer fram í Nyon í Sviss og hefst athöfnin klukkan 12:00.

Fótbolti.net fylgist með í beinni textalýsingu.

Liðin sem enduðu í öðru sæti í sínum riðlum Evrópudeildarinnar mæta liðum sem enduðu í þriðja sæti í riðlum Meistaradeildarinnar.

Umspilsleikirnir verða 16. og 23. febrúar.

Þann 24. febrúar verður svo dregið í 16-liða úrslitin í Evrópudeildinni. Arsenal er meðal liða sem unnu sinn riðil og fara því beint þangað, sleppa við umspilið.
12:21
Margir safaríkir leikir framundan á næsta ári!

Takk fyrir að fylgja okkur í gegnum þessa beinu textalýsingu.

Eyða Breyta
12:20
Klukkan 13:00 verður dregið í samskonar umspil í Sambandsdeildinni. Sá dráttur verður ekki í beinni textalýsingu en við setjum inn frétt að sjálfsögðu strax og drættinum er lokið.

Liðin í pottunum:




Eyða Breyta
12:19
Þá er Evrópudeildardrættinum lokið!

Eyða Breyta
12:19
FC SALZBURG - ROMA




Eyða Breyta
12:18
SEVILLA - PSV EINDHOVEN




Eyða Breyta
12:17
BAYER LEVERKUSEN - MÓNAKÓ

Eyða Breyta
12:16
AJAX - UNION BERLIN

Eyða Breyta
12:15
SHAKTAR DONETSK - RENNES

Eyða Breyta
12:15
SPORTING LISSABON - MIDTJYLLAND


Elías Rafn Ólafsson er markvörður Midtjylland. Reyndar því miður varamarkvörður sem stendur.


Eyða Breyta
12:13
JUVENTUS - NANTES

Eyða Breyta
12:13


Eyða Breyta
12:12
BARCELONA - MANCHESTER UNITED

ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ!

Börsungar voru fyrstir úr pottinum

Eyða Breyta
12:09
Tobias Hedtstück mættur til að fara yfir fyrkomulagið á drættinum. Þá er hægt að fara að hræra í pottunum.

Eyða Breyta
12:08


Zoltan Gera aðstoðar við dráttinn. Ég var mikill aðdáandi á sínum tíma. Spilaði með Fulham og West Brom á Englandi og lék tæplega 100 landsleiki fyrir Ungverjaland.

Eyða Breyta
12:05
Þá er Marchetti kynntur inn. Kóngurinn sjálfur. Drátturinn er í öruggum höndum hans.

Eyða Breyta
12:03
Myndband þar sem liðin eru kynnt er í gangi. Virðist bara vera copy/paste á dagskránni áðan. Pedro Pinto er aftur kynnir og hann er í sömu jakkafötum og áðan.

Eyða Breyta
12:00
Evrópudeildarlagið er byrjað að óma. Athöfnin er að hefjast.

Eyða Breyta
11:55
Fimm mínútur í þetta!


Athöfnin hefst klukkan 12:00.

Eyða Breyta
11:50


Eyða Breyta
11:49


Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar þetta tímabilið fer fram á Puskás Aréna í Búdapest.

Eyða Breyta
11:48


Eyða Breyta
11:46



Eyða Breyta
11:30


Eyða Breyta
11:29
Manchester United er í pottinum


Klukkan 12:00 verður dregið í umspilsleiki Evrópudeildarinnar en þar verður barist um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester United er meðal liða í pottinum.

Arsenal vann sinn riðil og fer beint í 16-liða úrslitin (það verður ekki dregið í þau í dag) en liðin sem enduðu í öðru sæti þurfa að fara í umspil.

Manchester United mætir einu af þeim liðum sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Umspilsleikirnir verða 16. og 23. febrúar.

Mögulegir mótherjar Manchester United eru Ajax, Barcelona, Bayer Leverkusen, Juventus, Salzburg, Sevilla, Shakhtar Donetsk og Sporting Lissabon.

Þann 24. febrúar verður svo dregið í 16-liða úrslitin.

Eyða Breyta
11:25
Við erum samt alls ekki hætt... menn eru ekki hættir að draga í Nyon því drátturinn fyrir umspilið í Evrópudeildinni er framundan!

Eyða Breyta
11:24



Eyða Breyta
11:21
16-liða úrslitin eru klár!

16-liða úrslitin verða spiluð 14.-15. og 21.-22. febrúar og seinni leikirnir svo 7.-8. og 14.-15. mars.

Eyða Breyta
11:19
PSG - BAYERN MÜNCHEN

Vá, ég fæ vatn í munninn.

Eyða Breyta
11:18
INTER - PORTO

Jose Mourinho slagurinn!

Eyða Breyta
11:17
BORUSSIA DORTMUND - CHELSEA

Eyða Breyta
11:17
EINTRACHT FRANKFURT - NAPOLI

Eyða Breyta
11:16
AC MILAN - TOTTENHAM

Eyða Breyta
11:15
LIVERPOOL - REAL MADRID

Liðin sem mættust í úrslitaleiknum síðasta!



Eyða Breyta
11:15
CLUB BRUGGE - BENFICA

Jahá! Annað þessara liða er að fara í 8-liða úrslit.

Eyða Breyta
11:14
RB LEIPZIG - MANCHESTER CITY

Englandsmeistararnir fara til Þýskalands.

Eyða Breyta
11:13
Þá er allt klárt og það er byrjað að hræra í pottunum!

Eyða Breyta
11:12
Stuðningsmenn Liverpool vilja fara til Portúgals! Skiljanlega.



Eyða Breyta
11:11
Nú er verið að fara yfir það hvernig drátturinn mun fara fram. Þetta er nokkuð einfalt. Sjálfur Tobias Hedtstück mættur til að útskýra þetta fyrir salnum.

Eyða Breyta
11:10


Hamit Altintop aðstoðar við dráttinn. Sérstakur sendiherra úrslitaleiksins sem haldinn verður í Tyrklandi eins og áður hefur komið fram.

Eyða Breyta
11:08


Marchetti er glæsilegur að vanda.

Eyða Breyta
11:04
Það setur enn meiri spennu í dráttinn að PSG sé í potti tvö. Gætum jafnvel séð Manchester City - PSG strax í 16-liða úrslitum?

Eyða Breyta
11:02
Athöfnin er farin af stað. Bikarinn er á sviðinu. Glæsilegur. Byrjað á myndbandi þar sem sýnt er frá þeim liðum sem eru í pottunum í dag.

Eyða Breyta
10:50
Tíu mínútur í athöfnina! Verður rosalega spennandi að sjá hverjir aðstoða við dráttinn. Eða er ég einn um að vera spenntur?



Eyða Breyta
10:35
Leiðin til Istanbúl


Þetta er sviðið, þarna verður úrslitaleikurinn sjálfur. Ataturk Ólympíuleikvangurinn í Istanbúl. Mögnuð borg.


Eyða Breyta
10:08
Jæja, þá fer maður að verða klár í bátana. Ekki jafn klár samt og Giorgio Marchetti sem mun stýra drættinum að vanda. Bestur í Evrópu að draga. Aðeins einu sinni hefur dráttur mistekist hjá honum.



Eyða Breyta
09:03
Óvæntasta nafnið í pottinum


Belgíska liðið Club Brugge var talið slakast í sínum riðli en náði að koma sér í útsláttarkeppnina í fyrsta sinn. Liðið var búið að tryggja sér í 16-liða úrslitin eftir aðeins fjóra leiki en náði ekki að skora í þremur síðustu leikjum sínum í riðlinum.

Eyða Breyta
09:00


Ensku liðin sem unnu sinn riðil vonast til þess að sleppa við að mæta Neymar, Messi og félögum í PSG. Frakklandsmeistararnir voru að vinna sinn riðil þegar Benfica fór skyndilega að raða inn mörkum!

Eyða Breyta
08:59
Benfica vann sinn riðil á minnsta mun í sögunni


Það má finna óvænt nöfn meðal liða sem unnu sína riðla, þar á meðal er Benfica frá Portúgal sem ekki hefur tapað keppnisleik á þessu tímabili.

Benfica vann sinn riðil á minnsta mun í sögu Meistaradeildarinnar. Mark í uppbótartíma gegn Maccabi Haifa gerði það að verkum að liðið endaði með jafnmörg stig, jafnar innbyrðis viðureignir, jafnmörg mörk skoruð og jafnmörg mörk fengin á sig og Paris St-Germain!

Benfica náði toppsætinu með því að skora fleiri útivallarmörk í riðlinum!

Eyða Breyta
08:54
Hverjum getur Liverpool mætt?


Þetta verður í ökkla eða eyra fyrir Liverpool, silfurlið síðasta tímabils.

Liverpool getur aðeins mætt Bayern Munchen, Benfica, Porto eða Real Madríd. Liverpool endaði í öðru sæti síns riðils þrátt fyrir að enda með þriðja besta árangurinn í riðlakeppninni með því að hljóta 15 stig.

Eyða Breyta
08:51
Liðin sem unnu sína riðla munu mæta liðum sem höfnuðu í öðru sæti. Ekki er hægt að mæta andstæðingi frá sama landi eða andstæðingi sem var með þér í riðli.

Lið sem unnu sína riðla: Bayern München, Benfica, Chelsea, Manchester City, Napoli, Porto, Real Madrid, Tottenham.

Lið sem enduðu í öðru sæti: AC Milan, Borussia Dortmund, Club Bruges, Eintracht Frankfurt, Inter Milan, Leipzig, Liverpool, Paris St-Germain.

Eyða Breyta
08:50
Góðan og gleðilegan daginn! Í þessari textalýsingu fylgjumst við með drættinum í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Athöfnin hefst klukkan 11:00 í Nyon í Sviss.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner