Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fös 07. nóvember 2025 14:25
Elvar Geir Magnússon
Albert kominn með nýjan stjóra (Staðfest) - Beint í botnslag
Paolo Vanoli, nýr stjóri Fiorentina.
Paolo Vanoli, nýr stjóri Fiorentina.
Mynd: EPA
Paolo Vanoli hefur verið ráðinn nýr stjóri Fiorentina. Þessi fyrrum stjóri Torino fer beint með Fiorentina í fallbaráttuslag gegn Genoa klukkan 14 á sunnudaginn.

Albert Guðmundsson leikur fyrir Fiorentina sem er í neðsta sæti með aðeins tveimur stigum minna en Genoa. Albert er kominn aftur til Flórens eftir að hafa verið á Íslandi í vikunni og hann verður með í komandi leik.

Eftir það heldur Albert svo til Aserbaísjan þar sem Ísland mætir heimamönnum í undankeppni HM.

Vanoli hefur skrifað undir samning til sumarsins með möguleika á framlengingu til 2027.

Á leikmannaferlinum þá spilaði Vanoli með Fiorentina 2000-2002 og skoraði þrjú mörk í 61 leik.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner