Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nikolaj Hansen: Hann er mikilvægasti leikmaður liðsins
Gunnar Vatnhamar kom í Víking rétt fyrir tímabilið 2023.
Gunnar Vatnhamar kom í Víking rétt fyrir tímabilið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Binni Hlö erfiðasti andstæðingurinn.
Binni Hlö erfiðasti andstæðingurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Nikolaj Hansen, framherji Víkings, var gestur í Gula Spjaldinu þar sem hann fór yfir feril sinn til þessa með Alberti Brynjari Ingasyni.

Hann varð í haust Íslandsmeistari með liðinu í þriðja sinn. Nikolaj kom Íslands fyrir tímabilið 2016, samdi við Val, og fór svo til Víkings um mitt sumar 2017.

Albert nefndi að Gunnar Vatnhamar hefði glímt við meiðsli á tímabilinu og Nikolaj sagði að hann væri mikilvægasti leikmaður liðsins.

„Ég hef oft sagt að Gunnar Vatnhamar er mikilvægasti leikmaður liðsins. Þú veist alltaf hvað þú færð frá Gunnari, hann er alltaf stöðugur. Hann getur leyst margar stöður og maður sér að leikmennirnir í kringum hann eru betri þegar hann spilar. Fyrir mér er hann mikilvægasti leikmaður liðsins."

Binni Hlö erfiðasti mótherjinn
Albert spurði hann hver erfiðasti varnarmaðurinn sem hann hefði mætt á Íslandi. Brynjar Hlöðvers, leikmaður Leiknis, var svar Nikolaj.

„Ég hef alltaf svarað þessu með því að segja Binni í Leikni, ógeðslega pirrandi að spila við hann."

Þáttinn má nálgast hér að neðan.

Athugasemdir
banner