Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 16:15
Elvar Geir Magnússon
KA hefur áhuga á Montiel
Montiel í leik með Vestra.
Montiel í leik með Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur áhuga á sænska sóknarmiðjumanninum Diego Montiel samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Montiel er 30 ára gamall og lék með Vestra í sumar. Hann hjálpaði liðinu til sigurs í Mjólkurbikarnum.

Í Bestu deildinni skoraði hann fimm mörk í 27 leikjum fyrir Vestra en liðið féll í lokaumferðinni.

Montiel á að baki fjölmarga leiki í fyrstu deild í Svíþjóð og Danmörku og þá lék hann með sænska U17 landsliðinu á sínum tíma.

KA endaði í sjöunda sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner