Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 15:06
Elvar Geir Magnússon
Ólíklegt að hann noti Rodri gegn Liverpool
Mynd: EPA
Pep Guardiola segir að Manchester City geti ekki beðið eftir því að Rodri komist aftur á skrið en engin áhætta verði tekin með hann.

Miðjumaðurinn var frá í mánuð vegna meiðsla aftan í læri. Hann lék nokkrar mínútur í sigri gegn Bournemouth en var síðan aftur frá gegn Dortmund í Meistaradeildinni.

Guardiola segir ólíklegt að hann muni nota Rodri í stórleiknum gegn Liverpool á laugardaginn. Það eru fjórtán mánuðir sínað hann sleit krossband sem hélt honum frá síðasta tímabili.

„Við sjáum til á morgun en við tökum enga áhættu með hann. Það kemur svo landsleikjagluggi og það þarf að velja rétta tækifærið. Það er nóvember og besti hluti tímabilsins er enn eftir," segir Guardiola.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir