Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 12:00
Kári Snorrason
„Sagði við Kristian að hann yrði lykilmaður liðsins innan árs“
Kristian Hlynsson fagnar markinu gegn Frökkum.
Kristian Hlynsson fagnar markinu gegn Frökkum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mark á móti þjóð sem er númer tvö eða þrjú á heimslistanum hjálpar alveg til við að fá fleiri mínútur.“
„Mark á móti þjóð sem er númer tvö eða þrjú á heimslistanum hjálpar alveg til við að fá fleiri mínútur.“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Kristian Nökkvi Hlynsson hefur verið sjóðheitur undanfarið með Twente í hollensku úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað í tveimur síðustu deildarleikjum liðsins.

Kristian hefur jafnframt látið til sín taka með íslenska landsliðinu, en hann skoraði seinna mark Íslands í jafntefli gegn Frakklandi á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, hrósaði leikmanninum í hástert á dögunum í viðtali við Fótbolta.net.


„Í fyrsta eða öðrum glugganum mínum þá tók ég hann aðeins til hliðar og sagði innan árs þá verður þú lykilmaður í okkar liði. Ég veit ekki hvort að hann hafi trúað mér, ég vona að hann hafi gert það, því hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér.“ 

„Þetta er bara súpertalent, það muna allir eftir honum sem barnastjörnu og hvernig honum vegnaði hjá Ajax. Svo er þetta ekkert ósvipað hjá honum og Ísaki og fleiri ungum leikmönnum, það kemur niðurtúr í eitthvað tímabil. Sem er alveg eðlilegt. Núna er hann að koma til baka úr því tímabili, hann er á virkilega góðum stað drengurinn.“ 

Markið gegn Frökkum spillir ekki fyrir

Kristian hefur enn ekki byrjað leik í undankeppninni en þó skorað tvö mörk. Fyrsta landsliðsmarkið kom gegn Aserbaídsjan í öruggum sigri og í næsta verkefni jafnaði hann metin gegn Frökkum. Arnar var spurður hvort að hann fái enn stærri rullu í komandi landsliðsverkefni.

„Ef við fylgjumst með hans framgangi undir minni stjórn þá hefur hann verið að fá mínútur hér og þar. Hann hefur nýtt þær mínútur mjög vel. Ég get orðað það þannig að mark á móti þjóð sem er númer tvö eða þrjú á heimslistanum hjálpar alveg til við að fá fleiri mínútur.

Það kemur allt saman í ljós. Hann er á góðum stað og auðvitað viljum við hafa alla okkar leikmenn með mikið sjálfstraust og hann á mjög góðan möguleika á því að fá góðar mínútur.“ 


Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
Athugasemdir
banner
banner
banner