Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. desember 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Passa ekki inn í leikstíl Rangnick
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: EPA
Diogo Dalot.
Diogo Dalot.
Mynd: EPA
Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, telur að það verði afskaplega erfitt verk fyrir Aaron Wan-Bissaka og Luke Shaw að vinna sér sæti aftur í byrjunarliðinu.

Hann segir að þeir henti ekki leikstílnum sem Ralf Rangnick, nýr stjóri, vill að liðið spili.

Alex Telles og Diogo Dalot voru í bakvarðastöðunum í fyrsta leik Rangnick með United, 1-0 sigrinum gegn Crystal Palace. Wan-Bissaka var á bekknum en Shaw er að glíma við meiðsli.

Ferdinand telur að hvorki Wan-Bissaka né Shaw séu sérstaklega hæfileikaríkir með boltann í fótunum.

„Ég verð að vera hreinskilinn, Wan-Bissaka á erfitt verk fyrir höndum að komast aftur í liðið. Það sama gildir um Luke Shaw. Þeir passa ekki inn í leikstílinn. Rangnick vill bakverði sem eru góðir í að spila og vera með boltann," segir Ferdinand.

Dalot fékk ekki mörg tækifæri hjá Ole Gunnar Solskjær en hefur byrjað síðustu tvo leiki. Þessi 22 ára gamli Portúgali segist ákveðinn í að byggja ofan á tækifærið sem hann fær.

„Ég er hérna til þess. Það er ekki auðvelt að vera fyrir utan byrjunarliðið og fá lítið að spila. En starf manns er að vera alltaf tilbúinn og ég tel mig hafa gert vel utan vallar. Nú vil ég halda áfram og gefa allt sem ég á innan vallar líka," segir Dalot.
Athugasemdir
banner
banner
banner