Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mið 07. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flick spenntur að fá Cancelo
Mynd: EPA
Joao Cancelo er á leið til Barcelona á láni út tímabilið frá sádi arabíska liðinu Al-Hilal.

Fabrizio Romano greinir frá því að Barcelona muni borga Al-Hilal 4 milljónir evra fyrir lánið.

Hansi Flick, stjóri Barcelona, er mjög spenntur fyrir Cancelo.

„Hann er með mikil gæði. Hann er góður kostur næstu sex mánuði og munið, hann getur spilað á báðum köntum," sagði Flick.

Cancelo er 31 árs gamall bakvörður en hann spilaði með Barcelona á láni frá Man City tímabilið 2023/2024 áður en hann gekk til liðs við Al-Hilal.
Athugasemdir
banner