Joao Cancelo er á leið til Barcelona á láni út tímabilið frá sádi arabíska liðinu Al-Hilal.
Fabrizio Romano greinir frá því að Barcelona muni borga Al-Hilal 4 milljónir evra fyrir lánið.
Fabrizio Romano greinir frá því að Barcelona muni borga Al-Hilal 4 milljónir evra fyrir lánið.
Hansi Flick, stjóri Barcelona, er mjög spenntur fyrir Cancelo.
„Hann er með mikil gæði. Hann er góður kostur næstu sex mánuði og munið, hann getur spilað á báðum köntum,"> sagði Flick.
Cancelo er 31 árs gamall bakvörður en hann spilaði með Barcelona á láni frá Man City tímabilið 2023/2024 áður en hann gekk til liðs við Al-Hilal.
Athugasemdir


