Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. mars 2021 22:50
Victor Pálsson
Segja að Cavani vilji ekki framlengja við Man Utd
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani, leikmaður Manchester United, hefur hafnað því að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Þetta segir argentínski miðillinn Ole en þar er sagt frá því að Cavani ætli aðeins að klára þetta tímabil með enska félaginu.

Cavani kom til Man Utd á frjálsri sölu í fyrra og gerði eins árs langan samning. Hann hefur skorað sjö mörk í 25 leikjum á tímabilinu.

Man Utd vildi framlengja samning leikmannsins sem vill þó samkvæmt Ole enda ferilinn í Suður Ameríku.

Cavani vill spila fyrir Boca Juniors í Argentínu en hann á að hafa tekið þá ákvörðun fyrir töluverðu síðan.

Cavani er 34 ára gamall og gæti þar spilað með Carlos Tevez sem er einnig fyrrum leikmaður Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner