Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   þri 08. ágúst 2023 22:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar um rauða spjaldið: Þetta var ekki víti en eldfjallið var byrjað að gjósa
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu FH á Kaplakrikavöll núna í kvöld þegar 18.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Víkingar urðu að vinna leikinn í kvöld til þess að halda í sex stiga forskot sitt á toppi deildarinnar og FH gáfu engann afslátt.


Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Víkingur R.

„Iðnaðarsigur er kannski betra orð. Við vorum að mæta virkilega sterku liði FH og að vinna 3-1 hérna á erfiðum útivelli er ég virkilega ánægður með það og líka það að við lentum undir og vorum í basli fyrsta korterið í leiknum og þurftum að breyta aðeins til og ná tökum á leiknum." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn. 

„Við færðum Viktor aðeins ofar og Matta aðeins meira central og fengum aðeins meira flæði í uppspilinu okkar. Þeir voru búnir að lesa okkur mjög vel og voru alltaf mættir í svæðin sem við vildum sækja í og náðum aldrei að færa boltann neitt ofar en í bara fyrsta fasa og komumst aldrei neitt framar og þá þurfum við að fara senda langa botla og þá vorum við að missa boltann þar og fá boltann aftur beint í hausinn aftur og við náðum bara engu flæði í fyrsta uppspilsfasa fyrsta korterið"

„Við náðum betri tökum á þessu eftir þessar breytingar og tvö frábær mörk frá Bidda og einstaklingsgæði og markið hjá Ella líka eftir sendingu frá Helga og þetta voru bara svona einstaklinsgæði sem að kláruðu leikinn fyrir okkur í bara virkilega erfiðum útileik."

Arnar Gunnlaugsson fékk rautt spjald á 35.mínútu en hann vildi þá fá vítaspyrnu eftir að Nikolaj Hansen féll í teignum.

„Mér fannst frá mínum bæjardyrum séð og mínu sjónarhorni þetta vera víti og þetta var ekki víti en eldfjallið var byrjað að gjósa og það var erfitt að stoppa það og svo fær Cardaklija spjald og ég læt einhver skemmtileg orð falla þarna við aðstoðardómarann og fyrir það fæ ég beint rautt." 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir