Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   þri 08. ágúst 2023 22:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar um rauða spjaldið: Þetta var ekki víti en eldfjallið var byrjað að gjósa
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu FH á Kaplakrikavöll núna í kvöld þegar 18.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Víkingar urðu að vinna leikinn í kvöld til þess að halda í sex stiga forskot sitt á toppi deildarinnar og FH gáfu engann afslátt.


Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Víkingur R.

„Iðnaðarsigur er kannski betra orð. Við vorum að mæta virkilega sterku liði FH og að vinna 3-1 hérna á erfiðum útivelli er ég virkilega ánægður með það og líka það að við lentum undir og vorum í basli fyrsta korterið í leiknum og þurftum að breyta aðeins til og ná tökum á leiknum." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn. 

„Við færðum Viktor aðeins ofar og Matta aðeins meira central og fengum aðeins meira flæði í uppspilinu okkar. Þeir voru búnir að lesa okkur mjög vel og voru alltaf mættir í svæðin sem við vildum sækja í og náðum aldrei að færa boltann neitt ofar en í bara fyrsta fasa og komumst aldrei neitt framar og þá þurfum við að fara senda langa botla og þá vorum við að missa boltann þar og fá boltann aftur beint í hausinn aftur og við náðum bara engu flæði í fyrsta uppspilsfasa fyrsta korterið"

„Við náðum betri tökum á þessu eftir þessar breytingar og tvö frábær mörk frá Bidda og einstaklingsgæði og markið hjá Ella líka eftir sendingu frá Helga og þetta voru bara svona einstaklinsgæði sem að kláruðu leikinn fyrir okkur í bara virkilega erfiðum útileik."

Arnar Gunnlaugsson fékk rautt spjald á 35.mínútu en hann vildi þá fá vítaspyrnu eftir að Nikolaj Hansen féll í teignum.

„Mér fannst frá mínum bæjardyrum séð og mínu sjónarhorni þetta vera víti og þetta var ekki víti en eldfjallið var byrjað að gjósa og það var erfitt að stoppa það og svo fær Cardaklija spjald og ég læt einhver skemmtileg orð falla þarna við aðstoðardómarann og fyrir það fæ ég beint rautt." 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir