Í jóladagatali dagsins förum við aftur til ársins 2014 og rifjum upp eftirminnilegt viðtal við hollenska markvörðinn Jasper Cillessen eftir leik Íslands og Hollands á Laugardalsvelli.
Eins og eflaust flestir muna eftir vann íslenska liðið 2-0 sigur á Hollendingunum og var markvörðurinn ekki sá hressasti að leik loknum.
Aðspurður hvort að honum hafi fundist hollenska liðið spila illa, brást Cillessen illa við: „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að svara þessu," sagði hann og gekk út úr viðtalinu.
Cillesen er enn í fullu fjöri og er nú varamarkvörður NEC Nijmegen í heimalandinu. Hann á að baki 65 leiki fyrir hollenska landsliðið en hann lék síðast fyrir land og þjóð fyrir rúmum tveimur árum.
Jóladagatalið:
1. desember - Ólafur Karl í kleinu
2. desember - Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Athugasemdir























