Desember rúllar áfram og jóladagatalið með. Í dag rifjum við upp skemmtilegt augnablik úr viðtali við Jóhann Berg Guðmundsson á sínum tíma þegar hann lék með U21 landsliðinu.
Liðið var að undirbúa sig fyrir stórleik gegn Þjóðverjum í undankeppni EM og æfði á Álftanesi. Það var létt yfir hópnum en þegar Jóhann var í viðtali létu liðsfélagar hann ekki í friði og skutu boltum í áttina að honum, Gylfi Þór Sigurðsson þar í broddi fylkingar. Jóhann svaraði fyrir sig í miðju viðtali og skaut bolta í átt að Gylfa.
Daginn eftir viðtalið vann íslenska liðið stórbrotinn sigur á þáverandi Evrópumeisturum Þýskalands, lokatölur 4–1. Þýska liðið var afar sterkt, skipað leikmönnum á borð við Mats Hummels, Benedikt Höwedes og Bender-bræðurna.
Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í umspili gegn Skotum fyrir EM 2011, þar sem liðið kláraði verkefnið og komst á lokamótið.
Viðtalið við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Jóladagatalið:
1. desember - Ólafur Karl í kleinu





















