mið 08. september 2021 22:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Arnar, er í lagi að við leysum þetta svona?"
Icelandair
Ari Freyr
Ari Freyr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í landsleik Íslands og þegar landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson og Ari Freyr Skúlason fóru yfir hlutina úti við hliðarlínu í seinni hálfleik.

Ari Freyr var ekki sáttur við varnarleik í skyndisókn þýska liðsins og lét þjálfarann vita af því. Arnar var spurður út í þetta atvik á fréttamannafundi eftir leikinn.

Geturu eitthvað sagt okkur hvað kom fram í þeim samskiptum? Svar Arnars var mjög ítarlegt.

„Við vorum í fyrri hálfleik að ná að loka ágætlega á Þjóðverjana. Það sem við reyndum að fá inn í hálfleik var að við ætluðum að reyna setja pressuna aðeins ofar og aðeins hraðar, ekki bara til að reyna halda okkur inn í leiknum heldur til að reyna að skapa, ekki bara tvö færi, heldur fjögur færi."

„Þetta er rosalega erfitt á móti Þjóðverjunum. Þegar við gerðum þetta, tvisvar-þrisvar, þá spiluðu þeir sig vel í gegnum pressuna af því að þeir eru með það mikil gæði. Þegar við setjum upp þessa pressu þá þurfa ellefu leikmenn samstíga á að setja pressu á réttum tíma á réttan andstæðing. Það var bara þetta sem Ari kemur til að ræða og minnist á að þó að pressan gangi nokkrum sinnum ágætlega þá er það þannig að þegar pressan gengur ekki þá eru þeir bara hættulegir hinu megin á sjö sekúndum. Það er bara dæmi um hversu mikil gæði eru í þessu liði hjá þeim."


Það sem þú færð frá Ara eða segir við hann, kemuru þessum skilaboðum í kjölfarið til liðsins? Færðu eitthvað út úr þessum skilaboðum frá Ara?

„Í fyrsta lagi er ég mjög ánægður að leikmenn séu að taka þátt, ekki bara fótboltalega heldur að þeir séu líka að reyna leysa leikinn, að þeir í rauninni sjái ekki bara vandamálin heldur komi og spyrji: 'Arnar, er í lagi að við leysum þetta svona?' Það er það sem þú vilt fá sem þjálfari og þegar þú nærð því inn í liðið, að þeir séu að taka þátt og þeir séu að leysa vandamálin sjálfir. Þá ertu kominn með gott lið."

„Við erum ekki alveg komnir þangað, við vitum það alveg. Lausnin þarna er ósköp einföld. Á þessum tímapunkti erum við komnir 3-0 undir og við þurfum að þétta liðið til að reyna sjá til þess að það verði ekki 5,6 eða 7-0. Þegar svona lið fær pláss þá er þetta eitt af bestu liðum í heiminum,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner