Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. nóvember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tierney: Allir í búningsklefanum hafa trú á Emery
Tierney og Emery.
Tierney og Emery.
Mynd: Getty Images
Kieran Tierney, vinstri bakvörður Arsenal, segir að leikmenn félagsins hafi trú á knattspyrnustjóranum Unai Emery.

Unai Emery er undir mikilli pressu en stuðningsmenn Arsenal eru allt annað en sáttir við spilamennskuna á tímabilinu. Samningur Spánverjans rennur út eftir tímabilið.

Arsenal hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum, og hefur aðeins unnið tvo af síðustu níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Emery er undir mikilli pressu, en Tierney segir að leikmennirnir hafi enn trú á honum.

„Það er undir okkur leikmönnunum að bæta stöðuna inn á vellinum. Hann (Emery) hefur verið frábær síðan ég kom hingað," sagði Tierney sem var keyptur frá Celtic síðasta sumar.

„Allir í búningsklefanum hafa trú á hvor öðrum og á knattspyrnustjóranum."

Arsenal mætir Leicester í það sem verður væntanlega erfiðum leikur á laugardaginn.
Athugasemdir
banner