Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. júní 2023 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Telur að Rice gæti orðið fyrirliði Arsenal
Mynd: EPA

Declan Rice miðjumaður West Ham er líklega á förum frá félaginu í sumar eftir að hafa unnið Sambandsdeildina með liðinu á dögunum.


David Sullivan, stjórnarformaður félagsins, sagði í viðtali eftir úrslitaleikinn að Rice hafi fengið loforð frá félaginu um að hann mætti fara.

Þessi 24 ára gamli leikmaður er fyrirliði West Ham en hann hefur m.a. verið orðaður við Arsenal.

Jack Wilshere fyrrum leikmaður Arsenal telur að Rice gæti orðið fyrirliði Arsenal einn daginn.

„Það sem Rice hefur gert sem ungur leikmaður, fyrir félagið sitt og England, að lyfta bikar. Hann er líka aðalmaðurinn þeirra, það er einstakt að vera með það á herðum sér 23-24 ára gamall," sagði Wilshere.

„Ef einhver nælir í hann vona ég að það verði Arsenal því ég held að hann verði stórkostlegur næstu átta til tíu a´rin og hann gæti að lokum orðið fyrirliði Arsenal. Ég vona að hann komi en það er hans ákvörðun."


Athugasemdir
banner
banner
banner