Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   fös 09. september 2022 10:32
Elvar Geir Magnússon
Ekki spilað í enska boltanum um helgina (Staðfest)
Félög ensku úrvalsdeildarinnar ákváðu á fundi sínum að ekki yrði spilað í deildinni um helgina af virðingu við Elísabetu Englandsdrottningu sem lést í gær, 96 ára að aldri.

Einnig er mánudagsleiknum frestað en þá áttu Leeds og Nottingham Forest að mætast. Leikjum í neðri deildum Englands hefur einnig verið frestað.

Breska ríkisstjórnin setti sjálf ekkert bann við íþróttaviðburði en þetta var ákvörðun fótboltayfirvalda í landinu.

Sjá einnig:
Svona átti leikjadagskrá helgarinnar að vera

Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hafði þetta að segja:

„Við og félögin viljum sýna minningu drottningarinnar virðingu, eftir hennar löngu og miklu þjónustu við land okkar. Hún hefur verið sá leiðtogi sem lengst hefur setið í sögu þjóðarinnar og hefur reynst innblástur og skilur eftir sig ótrúlega arfleifð. Þetta er sorgartími, ekki bara fyrir þjóðina heldur milljónir einstaklinga um allan heim," segir Masters.



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner