Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 09. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Real og Barca vilja toppsætið
Það fara fjórir leikir fram í spænska boltanum í dag og eiga bæði Real Madrid og Barcelona leiki sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Fjörið hefst um hádegi þegar Alaves og Real Valladolid etja kappi en eftir leikslok fer spennandi viðureign Valencia og Granada af stað.

Valencia er þremur stigum á eftir Granada en þó skilja sjö sæti liðin að í mjög jafnri deild á upphafi tímabils. Granada er þó búið að tapa tveimur leikjum í röð á meðan Valencia vann í síðustu umferð og burstaði svo Lille á heimavelli í miðri viku.

Síðar í dag á Real Madrid útileik gegn Eibar, sem er búið að vinna tvo leiki í röð. Að þeim leik loknum fær Barcelona fjörugt lið Celta Vgo í heimsókn.

Barca og Real eru jöfn á stigum í 2. sæti deildarinnar, einu stigi eftir toppliði Real Sociedad sem er búið að spila tveimur leikjum meira.

Leikir dagsins:
12:00 Alaves - Real Valladolid
15:00 Valencia - Granada
17:30 Eibar - Real Madrid (Stöð 2 Sport)
20:00 Barcelona - Celta Vigo (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner
banner