mið 09. nóvember 2022 11:54
Elvar Geir Magnússon
Mun Kjartan Henry fara í FH?
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hefur áhuga á því að fá sóknarmanninn Kjartan Henry Finnbogason í raðir félagsins og samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa einhverjar viðræður átt sér stað.

Heimir var í gær kynntur formlega sem nýr þjálfari FH og gerði hann þriggja ára samning.

Eins og frægt er þá rifti KR samningi við Kjartan Henry en samband hans og þjálfarateymisins í Vesturbænum varð ansi stirrt.

„Eina sem að ég get sagt er að ég er í góðu líkamlegu standi, ég hef æft meira en áður og er sólginn í að spila fótbolta. Það má alveg segja að þetta sé í raun bara olía á eldinn fyrir mig," sagði Kjartan Henry í viðtali við 433.is eftir að samningi hans var rift.

Kjartan Henry er 36 ára og lék lengi í atvinnumennsku áður en hann kom heim og gekk í raðir uppeldisfélags síns KR fyrir sumarið 2021.

Sóknarleikur FH var ekki ýkja merkilegur í sumar og skoraði liðið 36 mörk, jafnmörg mörk og ÍA sem féll á lakari markatölu en FH.

Sjá einnig:
KR harmar vinnubrögðin í tengslum við Kjartan Henry
Athugasemdir
banner
banner