mán 09. desember 2019 13:44
Elvar Geir Magnússon
McTominay kemur inn með „leiðindin" sem United þurfti
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
„Það sem ég hef kallað hvað mest eftir hjá Manchester United er að vera hálfleiðinlegir inná vellinum og hann var það svo sannarlega. Hann var mættur til að espa City menn upp og United þarf svona karakter," sagði Bjarni Þór Viðarsson á Vellinum á Síminn Sport í gær.

Hann var þá að tala um skoska miðjumanninn Scott McTominay sem hefur verið besti leikmaður United á tímabilinu að margra mati.

McTominay var hörkuflottur í sigurleikjunum gegn Tottenham og Manchester City en var sárt saknað þegar hann gat ekki tekið þátt í leikjunum á undan vegna meiðsla.

Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Vallarins, talaði um það í þættinum að McTominey væri með eiginleika sem svipaði til þeirra sem Bjarni og bræður hans búa yfir!

Sjáðu umræðuna um Manchester slaginn hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner