Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 09. desember 2024 15:58
Elvar Geir Magnússon
Eiginkona Gerrard kýs að búa ekki í Sádi-Arabíu
Steven Gerrard er fjórði launahæsti stjóri heims en það hefur gengið brösuglega hjá liði hans, Al-Ettifaq.

Það er erfitt að hafna tekjumöguleikunum í Sádi-Arabíu en getur verið erfitt að venjast öðruvísi lífsstíl í landinu. Þar ríkir ströng og íhaldssöm menning, sem getur verið sérstaklega erfið fyrir konur.

Alex, eiginkona Gerrard, ákvað að fjölskyldan myndi frekar búa í Barein sem er talsvert frjálslyndara land.

Þau hjón og börnin þeirra fjögur búa í í Manama, höfuðborg Barein, en það tekur þó aðeins klukkutíma fyrir Gerrard að keyra til Dammam, borgarinnar í Sádi-Arabíu þar sem Al-Ettifaq er staðsett.

Framtíð Gerrard í stjórastólnum hjá Al-Ettifaq hefur verið talsvert til umræðu en liðinu hefur ekki vegnað vel og er í ellefta sæti af átján liðum. Það kom þó til baka og vann Al-Khaleej 2-1 í síðasta leik en Georginio Wijnaldum skoraði í leiknum.
Athugasemdir
banner