Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. febrúar 2019 14:06
Arnar Helgi Magnússon
Lengjubikarinn: Nafnarnir sá um Hauka
Adam Pálsson í baráttunni við Ástbjörn Þórðarson.
Adam Pálsson í baráttunni við Ástbjörn Þórðarson.
Mynd: Guðmundur Sigurðsson
Keflavík 2 - 0 Haukar
1-0 Adam Árni Róbertsson ('21 )
2-0 Adam Pálsson ('48 )

Keflavík og Haukar áttust við í fyrsta leik beggja liða í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni í dag.

Adam Árni Róbertsson kom Keflavík yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik en markið kom eftir innkast sem að Rúnar Þór Sigurgeirsson tók.

Adam Pálsson tvöfaldaði forystu Keflavíkur í upphafi síðari hálfleiks þegar boltinn barst til hans, Adam tók á móti boltanum með hægri fæti og skaut með vinstri og boltinn endaði í netinu. Afar snyrtilegt mark.

Fleiri urðu mörkin ekki og Keflavík kemur sér á blað í Lengjubikarnum. Liðin eru í D-riðli ásamt FH, Víking R, Gróttu og Breiðablik.

Leikið verður í vikunni og um næstu helgi í Lengjubikarnum ásamt fleiri undirbúningsmótum.
Athugasemdir
banner
banner