Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
   mán 10. febrúar 2025 21:43
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Crystal Palace hafði betur
Mynd: Crystal Palace
Doncaster Rovers 0 - 2 Crystal Palace
0-1 Daniel Munoz ('31 )
0-2 Justin Devenny ('55 )

Crystal Palace er fimmtánda félagið til að tryggja sér þátttöku í 16-liða úrslitum enska bikarsins eftir erfiðan sigur á útivelli gegn Doncaster Rovers.

Oliver Glasner mætti til leiks með sterkt byrjunarlið gegn Doncaster sem leikur í League Two, þremur deildum fyrir neðan Palace.

Daniel Munoz tók forystuna fyrir gestina á 31. mínútu og tvöfaldaði Justin Devenny forystuna í síðari hálfleik til að innsigla sigurinn, en heimamenn í liði Doncaster voru afar líflegir og fengu mikið af marktækifærum.

Þeir komust nálægt því að skora mark en tókst það ekki svo lokatölur urðu 0-2 þrátt fyrir hetjulega baráttu og góðar marktilraunir.

Crystal Palace tekur á móti Millwall í 16-liða úrslitum.

Þess má geta að Ben Chilwell, nýr bakvörður Crystal Palace, spilaði seinni hálfleikinn gegn Doncaster og stóð sig vel.
Athugasemdir
banner
banner