Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. mars 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Carragher hakkaði Ndombele í sig: Skammarleg frammistaða
Tanguy Ndombele.
Tanguy Ndombele.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky, lét Tanguy Ndombele miðjumann Tottenham heyra það í þættinum Monday night football í gær. Jose Mourinho, stjóri Tottenham, gagnrýndi frammistöðu Ndombele harðlega í 1-1 jafnteflinu gegn Burnley á laugardag.

Ndombele var tekinn af velli í hálfleik en Carragher segist skilja þá ákvörðun Mourinho vel.

„Gagnrýnin hjá Jose Mourinho var réttlætanleg. Frammistaða hans án bolta var skammarleg. Hann var mjög góður með boltann en ég var ekki að trúa því sem ég sá þegar hann var ekki með boltann," sagði Carragher.

„Hann labbaði um og hreyfðist ekki fyrr en boltinn kom nálægt honum. Hann vill segja öðru fólki hvað það á að gera. Hann var að fela sig og á endanum þurfti einn af miðvörðunum þremur að taka langan bolta og þeir töpuðu þá boltanum."

„Hann minnti mig nánast á það þegar þú spilaðir við krakka í skólanum. Þeir vildu bara spila fótbolta þegar boltinn kom í fæturnar á þeim. Hann hefur mikil gæði með boltann. Ég hef horft á hann nokkrum sinnum á tímabilinu og annað hvort getur hann ekki hlaupið eða vill ekki hlaupa - báðir hlutir eru slæmir."

„Hann vill ekki hlaupa og verjast og hann virðist alltaf vera skokkandi eða hlaupandi eins og gamall maður. Þegar boltinn kemur nálægt honum þá lifnar hann við. Það er ekki nóg."


Hinn 23 ára gamli Ndombele varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Tottenham þegar hann kom til félagsins frá Lyon á 54 milljónir punda síðastliðið sumar.

Sjá einnig:
„Ndombele þarf að vita að hann þarf að gera mun betur"
Athugasemdir
banner
banner
banner