Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 10. mars 2020 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland vann Pinatar mótið - Ísland í öðru sæti
Kvenaboltinn
Skotland tryggði sér sigur á Pinatar æfingamótinu með sigri á Norður-Írlandi í kvöld.

Ásamt Skotlandi og Norður-Írlandi þá tóku Ísland og Úkraína þátt á mótinu.

Skotland lagði Norður-Írland 2-1 eftir að hafa lent 1-0 undir. Skotar unnu þar með alla leiki sína á mótinu, þar á meðal 1-0 gegn okkur Íslendingum.

Ísland endaði í öðru sæti á mótinu með tvo sigra. Ísland vann Úkraínu 1-0 í dag.

Úkraína endaði í þriðja sæti og Norður-Írland í því neðsta án stiga.


Athugasemdir
banner
banner