Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   lau 10. ágúst 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Nýjasti leikmaður Vestra er litli bróðir Patrick Pedersen
Jeppe Pedersen í leik með U17 liði Danmerkur árið 2018.
Jeppe Pedersen í leik með U17 liði Danmerkur árið 2018.
Mynd: Getty Images
Vestri kynnti í dag nýjan miðjumann liðsins og vel við hæfi að tilkynningin byrjaði á „Vi har Pedersen!". Það er setning sem stuðningsmenn Vals hafa sungið um markahæsta leikmann félagsins, Patrick Pedersen.

Nýr leikmaður Vestra, Jeppe Pedersen, er yngri bróðir hans.

Þeir bræður fæddust í Hirtshals í Danmörku en Jeppe er 23 ára, níu árum yngri en Patrick.

Patrick er svo sannarlega í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Vals enda varð hann markahæsti leikmaður í sögu félagsins í sumar en hann tók þá fram úr Inga Birni Albertssyni.

Jeppe er ekki sóknarmaður heldur miðjumaður eins og áður segir. Vestri vonast til þess að hann muni hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.

Jeppe þótti gífurlega mikið efni á yngri árum og lék 32 leiki fyrir yngri landslið Dana. Hann skoraði tvö mörk í þremur leikjum með U19 liðinu 2019 en hefur ekki spilað fyrir Danmörku síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner