banner
   sun 10. nóvember 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Fékk rautt fyrir að bregðast við kynþáttafordómum
Taison.
Taison.
Mynd: Getty Images
Taison, leikmaður Shakhtar Donetsk í Úkraínu, var rekinn af velli fyrir að bregðast við kynþáttafordómum frá áhorfendum í 1-0 sigri gegn Dynamo Kiev í úkraínsku úrvalsdeildinni.

Hinn 31 árs gamli Taison var með bendingar í átt að áhorfendum Dynamo og sparkaði boltanum síðan í átt að þeim.

Dómari leiksins tók leikmennina af vellinum og þegar þeir sneru aftur fimm mínútum síðar rak hann Taison af velli.

Shakhtar sagði að Taison og landi hans, Dentinho, hefðu orðið fyrir kynþáttafordómum og að Dynamo Kiev hefði tvisvar fengið viðvörun vegna þess. Næsta skref hefði verið að flauta leikinn af.

Í myndbandi sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sjást báðir Brasilíumennirnir grátandi. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Luis Castro, þjálfari Shakhtar, sagði eftir leikinn: „Allar birtingarmyndir rasisma eru algjörlega óásættanlegar. Þetta var, er og verður öllum til skammar. Saman verðum við að berjast - hverja einustu daga, mínútur og sekúndur."

Shakhtar sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hegðun áhorfenda var fordæmd. Dynamo Kiev birti tíst eftir leikinn þar sem stóð: #NoToRacism.

Í síðustu viku á Ítalíu, sparkaði Mario Balotelli, sóknarmaður Brescia, boltanum upp í stúku og hótaði að ganga af velli vegna kynþáttafordóma.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner