Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 10. nóvember 2019 09:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Potter: Stundum segir staðan í deildinni ekki alla söguna
Manchester United og Brighton mætast á Old Trafford í dag, flautað verður til leiks klukkan 14:00.

Graham Potter knattspyrnustjóri Brighton var spurður út í stöðuna í deildinni á blaðamannafundi þar sem Brighton er með tveimur stigum meira en Manchester United, Potter vildi ekki gera mikið úr því.

„Stundum segir staðan í deildinni ekki alla söguna, sérstaklega þegar svona fáir leikir eru búnir.”

„Þeir eru með frábæra leikmenn í sínu liði, Martial, Rashford og Maguire svo einhverjir séu nefndir. Þetta eru topp úrvalsdeildar leikmenn, við eigum von á mjög erfiðum leik,” sagði Potter.

Brighton er með 15 stig, tveimur stigum meira en Manchester United.

Athugasemdir
banner
banner