Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David
Powerade
Palmer tekur sig vel út í hvítu.
Palmer tekur sig vel út í hvítu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City vill fá Wirtz.
Manchester City vill fá Wirtz.
Mynd: EPA
Arda Guler.
Arda Guler.
Mynd: EPA
Miðað við frammistöðu Cole Palmer kemur kannski ekki á óvart að hið konunglega lið Real Madrid sé farið að sýna honum áhuga. Það er ýmislegt áhugavert í slúðurpakkanum en BBC tók saman.

Enski framherjinn Cole Palmer (22) vekur athygli Real Madrid vegna öflugrar frammistöðu hjá Chelsea. (Fichajes)

West Ham mun auka áhuga sinn á Evan Ferguson (20), framherja Brighton og írska landsliðsins, þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. (Football Insider)

Arsenal, Manchester United og Barcelona eru tilbúin að berjast um þjónustu Jonathan David (24), framherja Lille sem verður samningslaus í sumar. (Mundo Deportivo)

Manchester City er tilbúið að bjóða norska sóknarleikmanninn Oscar Bobb (21) eða enska miðjumanninn James McAtee (22) til Bayer Leverkusen til að fá þýska félagið til að selja þýska sóknarmiðjumanninn Florian Wirtz (21). (TBR)

Rúben Amorim, stjóri Manchester United, gæti losað sig við danska miðjumanninn Christian Eriksen (32) og brasilíska kantmanninn Antony (24) til að losa um fjármagn í janúar. (GiveMeSport)

Liverpool vonast til að vinna nokkra keppinauta í Evrópu í baráttu um hollenska varnarmanninn Sam Beukema (26) hjá Bologna. (Teamtalk)

Skoski miðjumaðurinn Lennon Miller (18) hjá Motherwell, er líka á óskalista Liverpool og gæti verið fáanlegur fyrir 8 milljónir punda. (Caught Offside)

Sóknarmaðurinn Beto (26) hjá Everton gæti verið á leið aftur til Ítalíu í janúar þer sem Torino hefur áhuga á honum. (Tuttomercarto)

AC Milan vill að minnsta kosti 50 milljónir evra fyrir franska vinstri bakvörðinn Theo Hernandez (27) sem hefur verið orðaður við Manchester United og Real Madrid. (Calciomercato)

Þýski kantmaðurinn Leroy Sane (28) verður samningslaus hjá Bayern München í sumar og þó hann hafi ekki fengið tilboð um nýjan samning vill þessi 28 ára gamli þýski landsliðsmaður vera áfram Bæjurum. (Sky Sports Þýskalandi)

Bayer Leverkusen fylgist grannt með stöðunni á Arda Guler (19), miðjumanni Real Madrid. Félagið telur hann kjörinn til að fylla skarð Florian Wirtz (21) ef þýski landsliðsmaðurinn fer. (Sky Sports Þýskalandi)

Ademola Lookman (27) hjá Atalanta, er opinn fyrir því að snúa aftur til Englands, nokkur félög hafa áhuga á nígeríska sóknarleikmanninum. (GiveMeSport)

Chelsea mun lána enska miðjumanninn Omari Kellyman (19) í janúar til að hjálpa honum að öðlast reynslu. (Football Insider)

Graham Potter er tilbúinn að taka við West Ham starfinu, í upphafi til loka tímabilsins, ef Julen Lopetegui verður rekinn. (Talksport)

Tottenham ætlar að standa með stjóranum Ange Postecoglou og styðja Ástralann í janúarglugganum þrátt fyrir lélegan árangur.(Teamtalk)

Manchester United gæti barist við Arsenal um Luis Campos, fótboltaráðgjafa Paris St-Germain. (ipaper)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner