Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. janúar 2023 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lýsa nýju tilboði Liverpool í Bellingham sem „svindli"
Bellingham og Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool.
Bellingham og Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool er að reyna að gera allt sem félagið getur til þess að landa enska landsliðsmanninum Jude Bellingham frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Það hefur verið helst talað um að Liverpool og Real Madrid séu að berjast um leikmanninn.

Spænski fjölmiðillinn Nacional segir frá því að Liverpool sé að gera tilboð sem megi lýsa sem „svindl tilboði". Spænskir miðlar gera það allavega.

Sagt er að planið hjá Liverpool sé að freista Bellingham með því að bjóða föður hans starf hjá félaginu sem njósnara - aðstoða við að finna nýja leikmenn. Liverpool er líka að hugsa um að kaupa Jobe, yngri bróður Bellingham, frá Birmingham. Hann þykir líka mjög efnilegur.

Liverpool er líka að reyna að sannfæra Bellingham með því að láta hann vita af því að það verði mun auðveldara fyrir hann að eiga fast sæti í byrjunarliði félagsins en hjá Real Madrid.

Dortmund er sagt vilja fá meira en 100 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn sem er vægast sagt eftirsóttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner