Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. febrúar 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Celtic og Lazio á eftir leikmanni Bristol City
Niclas Eliasson í leik með Bristol City
Niclas Eliasson í leik með Bristol City
Mynd: Getty Images
Niclas Eliasson, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, hefur úr nokkrum tilboðum að velja í sumar er samningur hans við félagið rennur út en þetta kemur fram í Bristol Post.

Eliasson er 24 ára gamall og kemur frá Svíþjóð en hann kom til Bristol City frá Norrköping árið 2017.

Hann spilaði aðeins 18 leiki fyrsta tímabilið og hefur ekki átt fast sæti í liðinu á þessari leiktíð þrátt fyrir að vera með næst flestar stoðsendingar í deildinni eða ellefu talsins.

Samningur hans við félagið rennur út í sumar og neitar hann að framlengja samninginn.

Samkvæmt Bristol Post er gríðarlegur áhugi á leikmanninum en Ajax, Burnley, Celtic, Fiorentina Lazio og PSV hafa öll haft samband við hann en líklegasti áfangur staður er þó Lazio eða Celtic samkvæmt frétt vefmiðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner