Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 11. mars 2020 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu stuðningsmenn PSG fyrir utan Parc des Princes
Paris Saint-Germain er að spila við Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þessa stundina.

Leikið er fyrir luktum dyrum vegna kóróna veirunnar en það hefur ekki stöðvað stuðningsmenn frönsku meistaranna frá því að styðja við bakið á sínum mönnum.

Stór hópur af stuðningsmönnum stendur fyrir utan leikvanginn og hefur verið að hvetja sína menn áfram allan leikinn.

Staðan er 2-0 fyrir PSG sem stendur eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-1 í Þýskalandi. Aðeins sjö mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma þegar þessi frétt er skrifuð.


Athugasemdir
banner