Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. júlí 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yerry Mina færist nær því að verða liðsfélagi Gylfa
Yerry Mina er hávaxinn miðvörður.
Yerry Mina er hávaxinn miðvörður.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt vefsíðunni Goal.com er Everton nálægt því að ganga frá kaupum á miðverðinum Yerry Mina frá Barcelona. Kaupverðið er sagt vera 24 milljónir evra.

Kólumbíski landsliðsmaðurinn kom aðeins til Barcelona frá Palmeiras í Brasilíu í janúar síðastliðnum, en spilaði lítið.

Clement Lenglet er líklega að koma frá Sevilla og Gerard Pique og Samuel Umtiti eru fyrir framan Mina í goggunarröðinni. Hann á því ekki von á mörgum mínútum ef hann verður áfram í Katalóníu.

Mina er aðeins 23 ára og spilaði með Kólumbíu á HM og var einn besti leikmaður liðsins þar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk á mótinu.

Nú virðist margt benda til þess að þessi hávaxni miðvörður sé að verða liðsfélagi Gylfa Sigurðssonar hjá Everton. Ef hann fer frá Barcelona í sumar munu Börsungar líklega sjá til þess að klásúla verði sett í samnings hans sem gerir Katalóníuliðinu kleift að kaupa hann aftur fyrir ákveðið verð.
Athugasemdir
banner
banner