Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
13 ára framherji spilaði sinn fyrsta mótsleik - Braut blað í sögunni
Axel Kei er mikið efni
Axel Kei er mikið efni
Mynd: Real Salt Lake City
Axel Kei, leikmaður Real Monarchs í USL-deildinni í Bandaríkjunum, braut blað í sögunni í gær er hann varð yngsti leikmaðurinn til að taka þátt í deildarkeppni í landinu.

Kei er aðeins 13 ára gamall en hann er fæddur á Fílabeinsströndinni og flutti ungur að árum til Bandaríkjanna. Hann er samningsbundinn Real Salt Lake, sem spilar í MLS-deildinni, en spilar með varaliði þeirra í USL-deildinni, Real Monarchs.

Hann var markahæstur í unglingamóti MLS-deildarinnar í sumar og spilaði þá sínar fyrstu mínútur með aðalliði Real Monarchs er það gerði markalaust jafntefli við Colorado Springs Switchbacks í gær.

Kei var 13 ára, átta mánaða og og níu daga gamall þegar hann braut metið og er því yngsti atvinnumaðurinn í liðsíþróttum í sögu Bandaríkjanna.

Framherjinn ungi er mikið efni og hefur verið boðaður á landsliðsæfingar með yngri landsliðum Bandaríkjanna en hann hefur þó ekki gert upp hug sinn hvort hann ætli sér að spila fyrir Bandaríkin eða Fílabeinsströndina.


Athugasemdir
banner
banner
banner